- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dregið í umspil HM á laugardag – Ísland getur mætt Færeyjum

Landsliðsmannanna bíða umspilsleikir um sæti á HM í maí. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki fyrir heimsmeisaramóti í handknattleik karla á laugardaginn í Lanxess Aren í Köln. Ellefu lið komast áfram úr umspilinu í lokakeppni HM sem fram í Danmörku, Króatíu og Noregi frá 14. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir fara fram upp úr miðjum maí (vika 19) og verður leikið heima og að heiman.

Meðal hugsanlegra andstæðinga eru frændur okkar Færeyingar, sem stóðu sig framar vonum á Evrópumótinu í Þýskalandi á dögunum, Serbía sem Ísland var með í riðli á HM og Sviss, svo dæmi séu tekin af sterkum andstæðingum.

Í neðri styrkleikaflokki eru og þar með verður ein þeirra þjóða andstæðingur Íslands í umspilinu:

Georgía, Serbía, Færeyjar, Sviss, Rúmenía, Grikkaland, Bosnia&Hersegovina, auk sigurliða úr eftirtöldum forkeppnisrimmum sem fram fara upp úr miðjum mars:
Slóvakía – Ísrael.
Eistland – Úkraína.
Belgía – Ítalía.
Finnland – Litáen.

Með Íslandi í efri styrkleikaflokki eru:
Slóvenía, Ungverjaland, Portúgal, Austurríki, Holland, Spánn, Svartfjallaland, Tékkland, Pólland og Norður Makedónía.

Ísland mætti Austurríki í umspili um sæti á HM 2023 og hafði betur í tveimur leikjum í apríl 2022, 34:30 í Bregenz og 34:26 á Ásvöllum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -