- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland mætir Svíþjóð í krossspili um sæti fimm til átta á EM

Reynir Þór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu glíma á ný við sænska landsliðið á EM á morgun. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið mætir því sænska í krossspili um sæti fimm til átta á Evrópumóti 20 ára landsliða karla í handknattleik í Slóveníu. Leikurinn fer fram á morgun í Dvorana Zlatorog. Staðfestur leiktími er klukkan 12.20, eða 14.20 að staðartíma. EHF hefur staðfest leiktímann á heimasíðu sinni.

Í hinni viðureign krossspilsins eigast við Austurríki og Noregur og verður sú viðureign á undan leik Íslands og Svíþjóðar með upphafstíma klukkan 10.

Sigurliðin í krossspilinu mætast í leik um 5. sæti mótsins á sunnudaginn. Tapliðin leika um 7. sætið sama dag.

Fóru illa að ráði sínu

Svíar fóru illa að ráði sínu í viðureign við Þýskaland í kvöld. Þýska liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sæti í undanúrslitum ásamt Danmörku, Portúgal og Spáni.

Þjóðverjar leika við Portúgala í undanúrslitum síðdegis á morgun. Spánn mætir Danmörku sem vann B-riðil átta liða úrslita í dag með öruggum fjögurra marka sigri á norska landsliðinu, 33:29. Noregur hefur aldrei í sögunni komist í undanúrslit á EM í þessum aldursflokki.

Ísland og Svíþjóð mættust í riðlakeppni Evrópumótsins á laugardaginn. Svíar unnu stórsigur, 33:23.

Föstudagur 19. júlí, undanúrslit:
Spánn - Danmörk, kl. 16.
Portúgal - Þýskaland kl. 18.30.
Föstudagur 19. júlí, krossspil, fimm til átta:
Austurríki - Noregur, kl. 10.
Svíþjóð - Ísland
, kl. 12.20.
(Leiktímar miðaðir við klukkuna á Íslandi).
Leikstaður: Dvorana Zlatorog
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -