- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Serbar loksins lagðir

Ragnheiður Júlíusdóttir átti frábæran leik og skoraði sjö mörk. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann Serbíu í undankeppni EM í handknattleik kvenna, 23:21, eftir frábæran leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Serbíu í mótsleik frá upphafi. Hann opnar liðinu möguleika á að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins ef vel gengur í framhaldinu og opnar dyr fyrir möguleika á sæti í lokakeppni EM eftir rúmt ár.

Ísland var tveimur mörkum yfir, 10:8, í hálfleik.

Íslenska liðið var með yfirhöndina í leiknum allan leikinn með einni undantekningu þegar Serbar komust marki yfir, 15:14, eftir rúmlega 10 mínútna leik síðari hálfleik.

Díana Dögg Magnúsdótir skoraði tvö mörk og vann eitt vítakast. Mynd/Mummi Lú


Frábær varnarleikur sló Serba út af laginu strax í byrjun auk þess sem Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði frábærlega í markinu. Serbum tókst aldrei að komast almennilega í takt við leikinn. Frumkvæðið var í höndum þess íslenska.


Ragnheiður Júlíusdóttir átti afar góðan leik. Hún skoraði sjö mörk með þrumufleygum. Hildigunnur Einarsdóttir var frábær í vörn sem sókn og Rut Arnfjörð Jónsdóttir stýrði leiknum af yfirvegun.


Allir leikmenn íslenska liðsins eiga skilið stórt hrós fyrir framgöngu sína og það láta ekki bugast við skellinn í Svíþjóð. Þess í stað hertu liðsmenn róðurinn sem skilað þeim þessum glæsilega sigri, sigri sem mun veita byr í seglin og auðveldari lengri róður.

Sunna Jónsdóttir var í burðarhlutverki vörn og átti einstaka upphlaup fram í hraðaupphlaupum. Mynd/Mummi Lú


Mörk Íslands: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Sandra Erlingsdótir 4/4, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 12/2.

Fylgst var með leiknum í stöðu og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -