Ísland hafnaði í 21. sæti af 32 þátttökuþjóðum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Eftir að milliriðlakeppni HM lauk í gærkvöldi var gefin út röðin á liðunum í sæti 9 til 24. Liðin í þeim sætum hafa lokið keppni og var þeim raðað niður eftir árangri. Ísland hafnaði í neðsta sæti milliriðli með tvö stig, einn sigur í þremur leikjum, og stóð best að vígi af þeim liðum fjórum sem ráku lestina í milliriðlakeppninni.
Þrír andstæðingar íslenska landsliðsins á HM hafa lokið keppni. Serbía er í 12. sæti, Spánn í 14. sæti og Færeyjar í 17. sæti á sínu fyrsta lokamóta í handknattleik kvenna.
Þjóðverjar og Svartfellingar leika í átta liða úrslitum í kvöld og Úrúgvæ leikur um 29. sætið við Kúbu á morgun, miðvikudag.
Ísland var að taka þátt í HM kvenna í þriðja sinn. Á HM 2023 varð Ísland í 25. sæti af 32 þátttökuþjóðum og í 12. sæti af 24 þátttökuþjóðum á HM 2011.
Röðin á HM kvenna 2025:
| 1. | 17. | Færeyjar | |
| 2. | 18. | Tékkland | |
| 3. | 19. | Sviss | |
| 4. | 20. | Túnis | |
| 5. | 21. | Ísland | |
| 6. | 22. | Argentína | |
| 7. | 23. | Suður Kórea | |
| 8. | 24. | Senegal | |
| 9. | Rúmenía | 25. | |
| 10. | Angóla | 26. | |
| 11. | Pólland | 27. | |
| 12. | Serbía | 28. | |
| 13. | Japan | 29. | |
| 14. | Spánn | 30. | |
| 15. | Svíþjóð | 31. | |
| 16. | Austurríki | 32. |
Í leikjum um sæti 25 til 32 10. desember mætast:
25. sæti (forsetabikarinn): Króatía – Kína.
27. sæti: Paragvæ – Egyptaland.
29. sæti: Úrúgvæ – Kúba.
31. sæti: Íran – Kasakstan.
Átta liða úrslit HM kvenna:
9. desember, Dortmund: Þýskaland – Brasilía, kl. 16.15 – RÚV2.
9. desember, Dortmund: Noregur – Svartfjallaland kl. 19.30 – RÚV2.
10. desember, Rotterdam: Holland – Ungverjaland, kl. 17 – RÚV2.
10. desember, Rotterdam: Danmörk – Frakkland, kl. 20 – RÚV2.



