- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland verður í þriðja flokki þegar dregið verður í riðla EM kvenna

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í EM í desember. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Vínarborg á fimmtudaginn í næstu viku, 18. apríl. Þar með hefur verið staðfest framfaraskref landsliðsins á undanförnum misserum og hversu mikilvægt var að vinna leikinn við Færeyinga í lokaumferð riðlakeppninnar á Ásvöllum í gær.


Af því að Ísland verður í þriðja flokki er ljóst að það mætir einni þjóð úr fjórða flokki sem metin er lakari. Getur það skipt verulegu máli vegna þess að hver sigur á EM skiptir máli þegar dregið verður í umspil fyrir HM 2026.

Gestgjafarnir þrír, Austurríki, Ungverjaland og Sviss eru í öðrum styrkleikaflokki.

1.flokkur:2. flokkur:
NoregurÞýskaland
DanmörkSpánn
SvartfjallalandRúmenía
FrakklandUngverjaland
SvíþjóðSviss
HollandAusturríki
3. flokkur:4. flokkur:
SlóveníaTékkland
KróatíaÚkraína
PóllandTyrkland
SerbíaFæreyjar
N-MakedóníaPortúgal
ÍslandSlóvakía

Dregið verður í sex fjögurra liða riðla.

Ungverjaland verður í A-riðli í Debrecen.
Svartfjallaland verður í B-riðli í Debrecen.
Frakkland verður í C-riðli í Basel.
Sviss verður í D-riði í Basel.
Austurríki verður í E-riðli í Innsbruck.
Þýskaland verður í F-riðli í Innsbruck.
  • Riðlakeppnin verður leikin í Debrecen í Ungverjalandi, Basel í Sviss og Innsbruck í Austurríki.
  • Milliriðlar verða leiknir í Debrecen og Vínarborg.
  • Úrslitahelgi EM fer fram í Vínarborg.
  • EM hefst 28.nóvember og lýkur með úrslitaleik 15.desember.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -