Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna halda til Michalovce í Slóvakíu síðar í þessu mánuði til þess að leika við MSK IUVENTA Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar. Fyrri viðureignin hefur verið fastsett sunnudagskvöldið 23. mars í keppnishöll slóvakísku meistaranna.
Síðari viðureignin verður í N1-höll Vals á Hlíðarenda sunnudaginn 30. mars klukkan 19.30.
Um tveir áratugir eru liðnir síðan kvennalið frá Íslandi náði alla leið í undanúrslit í Evrópubikarkeppni. Þess vegna verður um sannkallaðan stórleik á ræða á Hlíðarenda.
Sigurliðið úr rimmu Vals og MSK IUVENTA Michalovce mætir annað hvort Hazena Kynzvart frá Tékklandi eða spænska liðinu Conservas Orbe Zendal Bm Porrino í úrslitaleikjum tvær síðustu helgarnar í apríl.