- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslandsmeistararnir farnir til Michalovce í Slóvakíu

Valsliðsins bíður leikur við MSK IUVENTA Michalovce á morgun undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar. Ljósmynd/Facebooksíða Vals
- Auglýsing -


Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna lögðu af stað frá Íslandi í gærkvöld áleiðis til Michalovce í Slóvakíu þar sem liðsins bíður viðureign við Slóvakíumeistara MSK IUVENTA Michalovce á morgun, sunnudag, í undanúrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Sú síðari verður á Hlíðarenda eftir rúma viku.


Að lokinni æfingu og fundi á Hlíðarenda síðdegis í gær hélt Valsliðið til Kefalvíkurflugvallar þaðan sem sem farið var í loftið á níunda tímanum í gærkvöld til Katowice í Póllandi. Gist var í Katowice í nótt. Að loknum árbít í morgun var stefnan tekin til Michalovce í Slóvakíu með langferðabifreið, nærri 400 km leið.


Viðureign MSK IUVENTA Michalovce og Vals hefst klukkan 16 á morgun í Chemkostav Arena í Michalovce. Síðari leikurinn verður í N1-höll á Hlíðarenda sunnudaginn 30. mars.

Í úrslitum í fyrra

MSK IUVENTA Michalovce lék til úrslita í Evrópubikarkeppninni á síðustu leiktíð en tapaði fyrir spænska liðinu ATTICGO BM Elche í báðum úrslitaleikjunum, samanlagt 50:42.

Verðum að ná alvöru frammistöðu

„Við erum að fara í mjög erfiðan leik í Slóvakíu á sunnudaginn. MSK IUVENTA Michalovce er langbesta liðið af þeim sem við höfum mætt í keppninni fram til þessa. Við verðum að ná alvöru frammistöðu á erfiðum útivelli til þess að eiga möguleika heima í síðari viðureigninni,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is á miðvikudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -