- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaliðið fagnaði eftir þráðurinn var tekinn upp aftur

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingaliðið HF Karlskrona hafði betur í framlengdri viðureign við VästeråsIrsta í umspili sænsku úrvalsdeildairnnar í handknattleik, 30:26, og er þar með komið með tvo vinninga í rimmu liðanna gegn engum. Leikurinn fór fram á föstudaginn í Karlskrona. Eftir að sænska handknattleikssambandið gerði dómarana afturreka með axarskaft sem þeir gerðu á síðustu sekúndu var öllum gert skylt að taka upp þráðinn upp í dag.


Eins og rakið var á handbolti.is í gær
var Karlskrona marki yfir á síðustu sekúndu leiksins á föstudaginn, 25:24, þegar dæmt var vítakast á liðið. Áður en vítakastið var tekið runnu tvær grímur á dómarana. Afturkölluðu þeir vítakastið, sögðu leiktímanna hafa verið útrunninn. Það reyndist ekki rétt. Eftir kæru forráðamanna VästeråsIrsta var liðunum og dómurunum gert að mæta til leiks í dag og halda áfram.

Í dag var byrjað á að taka vítakastið sem var afturkallað á föstudagskvöldið. Leikmaður VästeråsIrsta skoraði úr vítakastinu andspænis Phil Döhler markverði Karlskrona. Þar með var staðan jöfn. Grípa varð til framlengingar í 2×5 mínútur. Í henni voru leikmenn HF Karlskrona sterkari. Þeir unnu, 5:1, og leikinn samanlagt, 30:26.

Næsti leikur liðanna verður í Karlskrona á morgun. Heimaliðið getur þá unnið rimmuna en þrjá vinninga þarf til að komast áfram.

Dagur Sverrir Kristjánsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson auk Phil Döhler eru á meðal leikmanna HF Karlskrona.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -