Jafntefli var í fyrri viðureign IK Sävehof og Skara HF í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik kvenna í kvöld. Leikð var í Partille hvar þrjár íslenskar handknattleikskonur komu við sögu. Síðari viðureign liðanna fer fram í Skara á sunnudaginn.
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði þrjú af mörkum IK Sävehof í leiknum. Nina Dano var markahæst með 11 mörk, þar á meðal skoraði hún jöfnunarmarkið sex sekúndum fyrir leikslok.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði eitt mark fyrir Skara HF. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði ekki mark. Melanie Felber skoraði 12 mörk og var atkvæðamest hjá Skara-liðinu sem var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19:17.
Berta Rut skoraði þrjú
Berta Rut Harðardóttir skoraði þrjú mörk í naumu tapi Kristianstad fyrir Ystads IF HF á útivelli, 32:31, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Liðin mætast öðru sinni í Kristianstad á laugardaginn.
Boden vann Skövde, 30:26, og H 65 Höör lagði Önnereds, 30:23, í fjórðu viðureign átta liða úrslita.