- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar í góðum málum í sænsku bikarkeppninni

Daníel Freyr Andrésson markvörðurog félagar í Guif unnu í dag. Mynd/Eskilstuna Guif
- Auglýsing -

Íslendingaliðin Skövde, Guif og Lugi eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar eftir að hafa unnið öðru sinni viðureignir sínar í riðlakeppni 32-liða úrslitanna í kvöld.


Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk er Skövde lagði Redbergslind, 33:28, á heimavelli. Skövde var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Lokaleikur liðsins í riðlakeppninni verður við Tumba á laugardaginn en lið Tumba rekur lestina í riðlinum án stiga að loknum tveimur leikjum.


Guif frá Eskilstuna vann nauman sigur á Hallby, 30:29, á útivelli. Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Guif-liðið en hann gekk til liðs við það í sumar eftir tveggja ára veru hjá Alingsås. Daníel Freyr Andrésson er markvörður Guif en ekki liggur fyrir hversu mikinn þátt hann tók í leiknum. Guif er með fjögur stig eftir tvo leiki og mætir Boden á sunnudaginn í lokaumferð 32-liða úrslitum. Boden er með eitt stig.


Lugi, sem Ásdís Þóra Ágústsdóttir gekk til liðs við í sumar, vann Ystads IF, 31:26, á útivelli. Ásdís Þóra leikur ekki með Lugi fyrr en komið verður eitthvað inn á næsta ár. Hún varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné síðla vetrar. Lugi er með tvo vinninga eftir tvo leiki og geta leikmenn liðsins farið að horfa til 16-liða úrslita bikarkeppninnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -