- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar komnir áfram

Teitur Örn Einarsson, leikur ekki fleiri leiki fyrir IFK Kristianstad. Ljósmynd/IFK Kristianstad
- Auglýsing -

Þrjú lið sem Íslendingar leika með komust áfram í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag og hugsanlega bætast fleiri í hópinn í kvöld. Eitt svokallað Íslendingalið er fallið úr leik.

Nýkrýndur bikarmeistari í Danmörku, Viktor Gísli Hallgrímsson, er kominn áfram i keppninni með danska liðinu þrátt fyrir tap fyrir Pfadi Winterthur í Sviss, 35:31. GOG vann fyrri leikinn 33:24, og fer þar með áfram samanlagt, 64:59.

Þýska liðið Rhein Neckar Löwen tryggði sér einnig þátttökurétt í 16-liða úrslitum þótt liðið hafi tapað, 27:26, á heimavelli fyrir Team Tvis Holstebro frá Danmörku. Löwen vann fyrri leikinn, 28:22, og fer þar með áfram samanlagt, 54:49. Alexander Petersson sneri á ný í lið Löwen eftir meiðsli. Hann skoraði þrjú mörk. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrisvar sinnum fyrir Team Tvis Holstebro sem er úr leik.

Sænska liðið IFK Kristanstad vann Azoti Pulawy frá Póllandi, 24:22, í Kristianstad í dag og samanlagt, 49:46, í tveimur leikjum. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson eitt mark.

Danska liðið Skjern, sem Elvar Örn Jónsson leikur með, er þessa stundina að glíma við Montpellier í Frakklandi. Skjern vann fyrri leikinn, 31:30.

Úrslit allra leikja í 3. umferð verða birt hér á handbolti.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -