- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar mæta frönskum liðum í undanúrslitum

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona fagna eftir að sæti í undanúrslitum Meistaradeildar var í höfn á dögunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona mæta franska liðinu Nantes í undanúrslitum Meistaradeildar karla. Dregið var í morgun. Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, leikur við franska stórliðið PSG en með liðinu leikur m.a. danska stórstjarnan Mikkel Hansen sem gengur til liðs við Álaborgarliðið sumarið 2022.

Aron verður liðsmaður Aalborg strax í sumar og mun væntanlega taka þátt í sínum síðustu leikjum með Barcelona-liðinu í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar sem leikin verður í Lanxess-Arena í Köln 12. og 13. júní.


Barcelona er sigursælasta lið Meistaradeildarinnar en liðið hefur níu sinnum unnið keppnina síðast 2015.

Hin liðin þrjú hafa aldrei unnið Meistaradeildina. Aalborg leikur nú í fyrsta sinn til undanúrslita. Nantes tapaði fyrir Montpellier í úrslitaleik keppninnar vorið 2018. PSG lék til úrslita við Vardar 2017 en tapaði og varð í þriðja sæti 2018 og 2020.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -