- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar sigursælir í Þýskalandi

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi. Mynd Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach halda sigurgöngu sinni áfram í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Í kvöld sóttu þeir tvö stig til Wilhelmshavener, 30:28, á erfiðum útivelli. Gummersbach var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:17.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson lék vel. Hann skoraði fjögur mörk úr átta skotum af línuni. Auk þess varði hann fjögur skot í vörninni og komst hjá því að vera vísað af leikvelli.

Gummersbach er efst í deildinni með 16 stig eftir níu leiki. HSV Hamburg hefur 14 stig, einnig að loknum níu leikjum. Dessauer hefur 14 stig en hefur lokið 11 leikjum. TuS N-Lübbecke hefur 12 stig en hefur aðeins lagt átta leiki að baki.

Rúnar fer vel af stað

Rúnar Sigtryggsson tók tímabundið við þjálfun EHV Aue í gær og var strax í kvöld við stjórnvölin er liðið tók á móti Eisenach á heimavelli. Rúnar virtist hafa góð áhrif á leikmenn því þeir léku afar vel og unnu sannfærandi sigur, 30:25, eftir að hafa einnig verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:9.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk í sjö skotum fyrir Aue-liðið. Sveinbjörn Pétursson átti afar góðan leik. Hann varði 14 skot, þar af eitt vítakast sem gerði 37% hlutfallsmarkvörslu.

Erfitt er að rýna í stöðuna í deildinni þar sem liðið hafa leikið allt frá fimm og upp í 11 leiki hvert. Aue er í 7. sæti eftir sex leiki með níu stig. Liðið hefur unnið fjórar viðureignir, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.

Næsti leikur hjá EHV Aue verður á föstudaginn á móti Grosswallstadt á heimavelli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -