- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar sóttu sigur í Max Schmeling Halle

Elvar Örn Jónsson leikmaður Melsungen og Selfyssingur. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Íslendingaliðið MT Melsungen sótti tvö stig í greipar liðsmanna Füchse Berlín í Max Schmeling Halle í Berlín í kvöld í hörkuleik, 29:28, eftir að heimaliðið hafði verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15.

Með sigrinum treysti Melsungen stöðu sína í sjöunda sæti deildarinnar en Berlínarliðið virðist vera að gefa eftir en það fór frábærlega af stað í deildinni.

Alexander Petersson og Elvar Örn Jónsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Melsungen. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað að þessu sinni í sókninni.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði sex mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Bergischer HC vann nauðsynlegan sigur á HSV Hamburg í Sporthalle í Hamburg, 27:26. Alexander Weck skoraði sigurmark Bergischer einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Sigurinn skiptir Arnór Þór og félaga miklu máli því þeir voru farnir að nálgast botnliðin óþægilega mikið.

Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu illa á heimavelli fyrir Hannover-Burgdorf, 31:25. Ýmir Örn skoraði ekki mark en var einu sinni vísað af leikvelli.


Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.


Í fjórða leik kvöldsins vann Wetzlar liðsmenn N-Lübbecke, 28:25.


Einn leikur fer fram í þýsku 1. deildinni annað kvöld. Leipzig fær Erlangen í heimsókn. Að þeim leik loknum verður gert hlé á keppni í deildinni fram til 9. febrúar. Átta liða úrslit bikarkeppninnar verða 5. og 6. febrúar.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -