- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingarnir eru á sigurbraut í Portúgal

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -

Íslensku handknattleiksmennirnir þrír sem leika með félagsliðum í efstu deild karla í Portúgal voru allir á sigurbraut með liðum sínum í dag. Eru lið þeirra þriggja í þremur efstu sætum deildarinnar nú um stundir.

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í meistaraliðinu Sporting sóttu Avanca heim og unnu með 18 marka mun 39:21. Orri Freyr lét til sín taka í leiknum og skoraði m.a. fimm mörk. Sporting hefur unnið þrjá fyrstu leikina í deildinni mjög örugglega.

Hefur skorað 11 mörk

Sömu sögu er að segja af helsta keppinaut Sporting, Porto, sem vann SC Horta, 35:26, á heimavelli síðdegis í dag. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í öruggum sigri og hefur þar með skorað 11 mörk í þremur fyrstu leikjunum fyrir félagið í deildinni.

Stiven Tobar Valencia og liðsmenn Benfica léku einnig við hvern sinn fingur í heimsókn til Vitória í dag. Fjórtán mörk skildu liðin að þegar upp var staðið, 41:27, Benfica í vil sem hefur unnið tvo af þremur fyrstu leikjum tímabilsins í deildinni. Stiven Tobar skoraði tvisvar í leiknum.

Staðan víða í Evrópu, þar á meðal í Portúgal.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -