Íslendingarnir í herbúðum HF Karlskrona fögnuðu í gærkvöld þegar þeir ásamt liðsfélögum unnu VästeråsIrsta HF, 28:23, í Västerås í fyrstu umferð umspils um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Næsta viðureign liðanna verður í Karlskrona á föstudaginn.
Íslendingarnir í herbúðum HF Karlskrona fögnuðu í gærkvöld þegar þeir ásamt liðsfélögum unnu VästeråsIrsta HF, 28:23, í Västerås í fyrstu umferð umspils um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Næsta viðureign liðanna verður í Karlskrona á föstudaginn.
Ekki virkar upplýsingakerfi sænska handknattleikssambandsins sem skildi en samkvæmt þeim takmörkuðu upplýsingum sem hægt er að finna skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson eitt af mörkum Karlskrona-liðsins. Sömu sögu er að segja af Þorgils Jón Svölu Baldurssyni.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki mark. Því miður er fátt og smátt vitað um Phil Döhler markvörð. Eitt er þó víst að hann var í leikmannahópi Karlskrona.
Í umspilskeppninni kljást sex lið um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þrjú liðanna léku í úrvalsdeildinni í vetur, þar á meðal Karlskrona, en þrjú léku í Allsvenskan, næst efstu deild.