Íslendingaliðið Drammen burstaði Haslum með 13 marka mun, 36:23, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag á heimavelli og treysti þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Hinn hálf íslenski Viktor Pedersen Norberg fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk í 11 skotum auk þess sem hann átti fjórar stoðsendingar.
Þetta er annar leikurinn í röð sem hinn tvítugi sonur Birnu Pedersen, fyrrverandi Íslandsmeistara í badminton, fer hamförum í leik með Drammen. Viktor er með efnilegi handknattleiksmönnum Noregs um þessar mundir.
Óskar Ólafsson skoraði fjögur mörk í sex skotum fyrir Drammen-liðið. Hann átti einnig fjórar stoðsendingar. Einnig var Óskar traustur að vanda í vörninni.
Staðan í norsku úrvalsdeildinni eftir leiki dagsins:
Elverum 24(13), Arendal 24(15), Drammen 22(16), Bækkelaget 18(16), Nærbö 18(16), Kolstad 15(14), FyllingenBergen 15(15), Haslum 14(15), Halden 12(16), Runar 12(15), Sanderfjord 9(16), Fjellhammer 8(16), Viking 7(15).
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is