Það verður Íslendingaslagur í úrslitum norsku bikarkeppninnar í karlaflokki á morgun þegar Kolstad og Elverum mætast í úrslitaleik í Sør Amfi í Arendal. Kolstad vann Kristiansand í undanúrslitaleik síðdegi, 34:25, og fyrr í dag unnu Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Elverum lið ØIF Arendal, 29:27, eins og handbolti.is sagði frá hér.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur hjá Kolstad í sigrinum á Kristiansand ásamt Magnus Gullerud. Hvor þeirr skoraði níu mörk. Sigvaldi Björn skoraði úr einu vítakasti. Janus Daði Smárason er skoraði tvisvar sinnum og átti fjórar stoðsendingar.
Fyrri hálfleikur var jafn í viðureign Kolstad og Kristiansand. Í síðari hálfleik skildu leiðir og hið ógnarsterka lið frá Þrándheimi vann öruggan sigur með Torbjørn Bergerud landsliðsmarkvörð í hörkustuði í markinu.
Elverum er ríkjandi bikarmeistari.