- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingatríóið tapaði fyrsta leik í Leipzig – myndskeið

Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig fylgist með sínum mönnum. Mynd/Klaus Trotter
- Auglýsing -

Rúnar Sigtryggsson og liðsmenn hans í SC DHfK Leipzig töpuðu í kvöld fyrir Füchse Berlin á heimavelli í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla, 31:29, eftir að hafa einnig verið tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:13.

Berlínarliðið sem vann Evrópudeildina í vor var ívið sterkara nær allan leikinn. SC DHfK Leipzig tókst að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komst liðið ekki að þessu sinni.


Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk í sex skotum fyrir SC DHfK Leipzig, gaf tvær stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli. Andri Már Rúnarsson, sem gekk til liðs við SC DHfK Leipzig í sumar, kom minna við sögu. Hann skoraði til að mynda ekki mark.

Dönsku landsliðsmennirnir Lasse Andersson og Mathias Gidsel voru markahæstir hjá Füchse Berlin. Sá fyrrnefndi skoraði níu mörk og Gidsel átta. Jerry Tollbring sem kom til Berlínarliðsins í sumar skoraði sjö sinnum.

Luca Witzke skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá SC DHfK Leipzig. Matej Klikam var næstur með fimm mörk eins og Franz Semper er bættist í hópinn hjá Leipzig í sumar frá Flenburg.

Næsti leikur SC DHfK Leipzig verður gegn MT Melsungen á laugardaginn á heimavelli Melsungen. Þar verður um sannkallaðan Íslendingaslag að ræða því Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leika með Melsungen. Liðið vann Göppingen í gær, 29:19.

Tengdar fréttir:
Okkar fólk úti.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -