- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslenska liðið klárt fyrir átökin í Tel Aviv

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Bjarki Már Elísson, Sveinn Jóhannsson, Oddur Gretarsson og Aron Pálmarsson verða allir í eldlínunni í gegn Ísrael í undankeppni EM síðdegis. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðþjálfari í handknattleik karla, hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Ísrael í undankeppni EM 2022 í Tel Aviv síðar í dag.


Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.


Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1).
Vinstri hornamenn:
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (79/219).
Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36).
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579).
Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH (31/9).
Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni (23/17).
Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111).
Gunnar Steinn Jónsson, Göppingen (42/36).
Hægri skyttur:
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139).
Teitur Einarsson, IFK Kristianstad (18/18).
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44).
Hægri hornamaður:
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75).
Sveinn Jóhannsson, SønderjyskE Håndbold (9/15).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23).

Kom ekki til Ísraels

Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður Kristianstad, kom ekki til móts við íslenska landsliðið í Ísrael. Hann bætist í hópinn fyrir viðeignina við Litáa í Vilnius á fimmtudaginn, segir í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands. Engin skýring er gefin á fjarveru Ólafs Andrésar.

Nenad Nikolic og Dusan Stojkovic frá Serbíu dæma viðureign Ísraels og Íslands.

Portúgal er í efsta sæti riðilsins með sex stig að loknum fjórum leikjum. Ísland er með fjögur stig eftir þrjá leiki, Litáen tvö stig að loknum þremur leikjum og Ísrael tvö stig eftir tvo leiki.


Ísrael vann Litáen, 34:28, í Tel Aviv í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -