- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór lætur kjurrt liggja

Nýkrýndir deildarmeistarar í Olísdeildinni, KA/Þór, hafa oft haft ástæðu til að fagna á síðustu mánuðum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir í samtali við Vísir í dag að horfið hafi verið frá að fara lengra með kærumálið vegna draugamarksins í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna. Var það ákveðið til að koma í veg fyrir að keppni í Olísdeildinni væri í uppnámi. Óvíst hefði verið hvenær öll kurl hefðu verið komin til grafar og Olísdeildin verið í nánast í gíslingu um ótiltekinn tíma.


Leikmenn KA/Þórs mæta í kvöld í TM-höllina í Garðabæ og leika á ný við Stjörnuna eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ felldi þann dóm að fyrri viðureign liðanna í Olísdeild kvenna sem fram fór 13. febrúar væri ógildur og liðin ættu að mætast á nýjan leik. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.


„Eftir að hafa ráðfært okkur við HSÍ þá varð niðurstaða okkar sú að hætta þessu máli og taka þessari niðurstöðu, þó að við séum ekki sammála henni, og reyna að klára þetta mót svo að hægt sé að fara í úrslitakeppni,“ sagði Sævar við Vísi.

Sævar er vongóður um að Handknattleikssamband Íslands komi til móts við KA/Þór vegna ferðakostnaðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -