- Auglýsing -

Íslenskir dómarar verða ekki með á HM

Annar Gasmi bræðranna vísar Ýmir Erni Gíslasyni af leikvelli í landsleik við Austurríki í vor. Gasmi bræður dæma á HM karla í næsta mánuði. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Íslenskir handknattleiksdómarar verða ekki í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Svíþjóð og í Póllandi frá 11. janúar til 29. sama mánaðar á næsta ári. Alþjóða handknattleikssambandið hefur tilkynnt hvaða 25 dómarapör hafa verið valin til þátttöku auk sex varapara. Þau verða kölluð inn ef pör af aðallistanum heltast úr lestinni áður en flautað verður til leiks 11. janúar.


Af pörunum 25 eru þrenn kvenpör dómara og tvö pör kvenna eru á lista varadómara. Annað egypskt og hitt franskt.
Tvö kvenparanna á aðallistanum eru evrópsks, franskt og þýskt en þriðja kvennaparið er argentínskt.


Dómarapörin á HM karla:
Alsír – BELKHIRI Youcef / HAMIDI Sid Ali.
Argentína – LOPEZ GRILLO Julian / LENCI Sebastian.
Argentína – PAOLANTONI Maria Ines / GARCIA Mariana.
Bosnía – KONJICANIN Amar / KONJICANIN Dino.
Króatía – GUBICA Matija / MILOSEVIC Boris.
Tékkland – HORACEK Vaclav / NOVOTNY Jiri
Danmörk – HANSEN Mads / MADSEN Jesper.
Egyptaland – EMAM Alaa / HEDAIA Hossam.
Spánn – GARCIA Ignacio / MARIN Andreu.
Frakkland – BONAVENTURA Julie / BONAVENTURA Charlotte.
Frakkland – GASMI Karim / GASMI Raouf.
Þýskaland – SCHULZE Robert / TÖNNIES Tobias.
Þýskaland – MERZ Maike / KUTTLER Tanja.
Ungverjaland – BIRO Adam / KISS Oliver.
Suður Kórea – KOO Bon-Ok / LEE Seok.
Litáen – GATELIS Mindaugas / MAZEIKA Vaidas.
N-Makedónía – NACHEVSKI Gjorgji / NIKOLOV Slave.
Svartfjallaland – PAVICEVIC Ivan / RAZNATOVIC Milos.
Noregur – KLEVEN Havard / JORUM Lars.
Portúgal – SANTOS Duarte / FONSECA Ricardo.
Slóvenía – LAH Bojan / SOK David.
Serbía – SEKULIC Marko / JOVANDIC Vladimir.
Sviss – BRUNNER Arthur / SALAH Morad.
Svíþjóð – KURTAGIC Mirza / WETTERWIK Mattias.
Tyrkland – ERDOGAN Kursad / ÖZDENIZ Ibrahim.

Varapör:
Austurríki – BOLIC Denis / HURICH Christoph.
Egyptaland – ELSAIED Heidy / ELSAIED Yasmina.
Spánn – ALVAREZ Javier / BUSTAMANTE Yon
Frakkland – MURSCH Julien / CARMAUX Yann.
Íran – KOLAHDOUZAN Majid / MOUSAVIAN Alireza.
Moldóva – COVALCIUC Alexei / COVALCIUC Igor.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -