- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslensku liðin hópast í Evrópukeppnina

Íslandsmeistarar Vals fagna Íslandsmeistaratitlinum í júní. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

Sjaldan eða aldrei hafa eins mörg íslensk félagslið skráð sig til leiks í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik og nú. Sjö af átta liðum sem áttu þess kost nýttu réttinn, eftir því sem næst verður komist. Kvennalið Fram er það eina sem ekki hefur áhuga á að vera með í Evrópukeppni af þeim sem stóð til boða að vera með.


Þar með verða fjögur íslensk karlalið og þrjú kvennalið í pottinum hjá Handknattleikssambandi Evrópu þegar dregið verður í Evrópudeildina og í Evrópubikarkeppnina þegar á sumarið líður.


Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla taka þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar.


Haukar, FH og Selfoss verða með í Evrópubikarkeppninni í karlaflokki.


Íslandsmeistarar KA/Þór í handknattleik kvenna gátu valið á milli að taka þátt í Evrópudeildinni eða Evrópubikarkeppninni. Valinn var síðari kosturinn. Kvennalið Vals og ÍBV verða einnig með í Evrópubikarkeppninni.


Liðin koma til leiks á mismunandi stigum vegna styrkleikaröðunar en það mál skýrist væntanlega fljótlega þegar EHF hefur staðfest allar umsóknir um þátttöku og tilkynnt hvernig keppni verður háttað. Viðbúið er þó að undankeppni Evrópudeildar karla, þar sem Íslandsmeistarar Vals eru skráðir til leiks, hefjist strax í lok ágúst

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -