Bob Hanning, landsliðsþjálfari Ítalíu í handknattleik karla, hefur valið 20 leikmenn sem hefja æfingar fyrir Evrópumótið 2. janúar í Trieste. Ítalska landsliðið verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Kristianstad Arena föstudaginn 16. janúar.
Ítalska landsliðið tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn frá árinu 1998 þegar mótið fór fram á Ítalíu. Mikil sókn hefur verið í ítölskum handknattleik á síðustu árum og m.a. varð karlalandsliðið með á HM í upphafi þessa árs og hafnaði í 16. sæti. Var það í fyrsta skipti frá HM 1997 sem Ítalir voru á meðal þátttökuþjóða á heimsmeistaramóti karla.
Fimmtán af leikmönnum ítalska hópsins leika með félagsliðum utan heimalandsins.
Þrír vináttuleikir
Ítalir leika þrjá vináttuleiki áður en EM hefst, fyrsti leikurinn verður gegn Rúmenum í Trieste 6. janúar, áður en haldið verður til Færeyja 8. janúar og leikið gegn færeyska landsliðinu í Þórshöfn 9. og 11. janúar.
Ítalski landsliðshópurinn:
Markverðir:
Domenico Ebner (Leipzig).
Giovanni Pavani (Raimond Sassari).
Pau Panitti (Fraikin Granollers).
Aðrir leikmenn:
Jeremy Pirani (Tremblay).
Gianluca Dapiran (Cassano Magnago).
Simon Sirot (Füchse Berlin).
Leo Prantner (Füchse Berlin).
Nicolò D’Antino (Cangas).
Davide Pugliese (BM Nava)
Simone Mengon (Stuttgart).
Christian Manojlovic (Timisoara).
Marco Mengon (Potsdam).
Davide Bulzamini (Potsdam).
Mikael Helmersson (Coburg).
Giacomo Savini (Cassano Magnago).
Thomas Bortoli (Istres Provence).
Juan Pablo Cuello (Publiesse Chiaravalle)
Andrea Parisini (Limoges).
Gabriele Sontacchi (Potsdam).
Tommaso Romei (Bregenz).
Sjá einnig:
Pólska landsliðið hefur verið valið – mætir Íslandi 18. janúar
Erfiður andstæðingur Íslands er klár með EM-hópinn



