- Auglýsing -
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC fá loksins tækifæri til þess að taka þátt í leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik á morgun þegar þeir sækja Cesseon Rennes heim. PAUC lék síðast í frönsku deildinni 16. október.
Kórónuveiran og útgöngubann hafa sett risastórt strik í reikninginn í franska handboltanum á leiktíðinni. PAUC hefur til að mynda aðeins leikið þrjá leiki í deildinni fram til þess, alla á útivelli. Liðið hefur unnið tvo leiki en tapað einum.
„Já, það er rétt. Fyrsti leikurinn eftir rúmlega mánuð,“ svaraði Donni í gær þegar handbolti.is sendi honum skilaboð og spurði hvort virkilega væri rétt að til stæði að PAUC mætti Cesson Rennes á heimavelli.
- Auglýsing -