Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari heimsmeistara Danmerkur hefur valið þá 19 leikmenn sem hann ætlar sér að tefla fram þegar danska landsliðið ætlar að verða heimsmeistari í fjórða sinn í röð. Sextán af leikmönnunum hafa a.m.k. einu sinni unnið heimsmeistaratitilinn á undanförnum árum og ljóst að um reynslumikið lið er að ræða.
Emil Bergholt leikmaður Skjern er sá eini af leikmönnunum 19 sem ekki hefur áður tekið þátt í stórmóti.
Tveir afar öflugir leikmenn sem hafa leikið burðarhlutaverk á síðustu mótum verða ekki með. Niklas Landin markvörður hætti að leika með danska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í sumar. Á sama tíma hætti Mikkel Hansen að keppa í handknattleik.
Danska landsliðið á HM er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Emil Nielsen, FC Barcelona.
Kevin Møller, SG Flensburg-Handewitt.
Aðrir leikmenn:
Magnus Landin, THW Kiel.
Emil Jakobsen, SG Flensburg-Handewitt.
Niclas Kirkeløkke, SG Flensburg-Handewitt.
Johan P. Hansen, SG Flensburg-Handewitt.
Magnus Saugstrup, SC Magdeburg.
Lukas Jørgensen, SG Flensburg-Handewitt.
Emil Bergholt, Skjern Håndbold.
Simon Hald, Aalborg Håndbold.
Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg.
Mathias Gidsel, Füchse Berlin.
Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold.
Mads Mensah Larsen, SG Flensburg-Handewitt.
Lasse Andersson, Füchse Berlin.
Jacob Holm, Paris Saint-Germain.
Thomas Arnoldsen, Aalborg Håndbold.
Simon Pytlick, SG Flensburg-Handewitt.
Emil Madsen, THW Kiel.
Danir verða í riðli með landsliðum Alsír, Ítalíu og Túnis og hefur leik 14. janúar Alsír. Danska landsliðið mun leika í riðlakeppninni og í milliriðlum í Jyske Bank Boxen í Herning. Eftir milliriðlakeppnina gera Danir sér vonir um að leika um efstu sæti mótsins í Ósló.