- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jacobsen velur liðið sem á að verja titilinn í Egyptalandi

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari heimsmeistara Dana í handknattleik karla, hefur valið þá 20 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram í titilvörninni á HM í Egyptalandi í næsta mánuði.

Einn nýliði er í hópnum, Nikolaj Læsø leikmaður dönsku meistaranna Aalborg Håndbold. Leikstjórnandinn sterki Rasmus Lauge er með slitið krossband og tekur þar af leiðandi þátt. Lauge lék stórt hlutverk í liði Dana á HM 2019. Hornamaðurinn Casper U. Mortensen hjá Barcelona er einnig meiddur. Hann var í HM-liðinu 2019 eins og Lauge en var ekki með á EM í byrjun ársins.

Reyndir leikmenn eins René Toft Hansen, Jannick Green og Hans Lindberg hlutu ekki náð fyrir augum Jacobsen að þessu sinni. Sá síðastnefndi var ekki heldur í landsliðinu sem tók þátt í EM í byrjun þessar árs þar sem Danir sátu eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina m.a. eftir tap fyrir íslenska landsliðinu.

Danir mæta Argentína, Barein, Kongó í D-riðli á HM. Halldór Jóhann Sigfússon er landsliðsþjálfari Barein.


Átta af leikmönnunum 20 leika með félagsliðum í Danmörku.


Markverðir:
Niklas Landin, THW Kiel
Kevin Møller, FC Barcelona
Emil Nielsen, HBC Nantes
Hornamenn:
Magnus Landin, THW Kiel
Emil Jakobsen, GOG
Lasse Svan, SG Flensburg-Handewitt
Johan Hansen, TSV Hannover-Burgdorf
Línumenn:
Anders Zachariassen, GOG
Henrik Toft Hansen, Paris St. Germain Handball
Simon Hald, SG Flensburg-Handewitt
Magnus Saugstrup, Aalborg Håndbold
Skyttur og miðjumenn:
Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold
Mikkel Hansen, Paris St. Germain Handball
Morten Olsen, GOG
Mads Mensah, SG Flensburg-Handewitt
Jacob Holm, Füchse Berlin
Lasse Andersson, Füchse Berlin
Nikolaj Øris, Bjerringbro-Silkeborg Håndbold
Mathias Gidsel, GOG
Nikolaj Læsø, Aalborg Håndbold

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -