- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jafntefli hjá grannliðunum – Grótta kreisti fram sigur í lokin

Einar Bragi Aðalsteinsson, FH, gerir sig líklegan til þess að skjóta að marki Stjörnunnar í fyrrakvöld í viðureign liðanna í Olísdeildinni. Í kvöld mætast liðinu í bikarkeppninni og þá í Kaplakrika. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Stjarnan var ekki langt frá að tryggja sér bæði stigin gegn FH í TM-höllinni í kvöld. Garðbæingar áttu síðustu sókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt og niðurstaðan varð jafntefli, 29:29. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik. Liðin mætast aftur á fimmtudagskvöldið í Kaplakrika í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þá verður ekki í boði að gera jafntefli.


Í hinum leik kvöldsins tryggði Grótta sér sigur á ÍR í Skógarseli í leik þar sem ÍR-ingar voru síst lakari en vantaði herslumuninn upp á. Grótta skoraði þrjú síðustu mörk leiksins á rúmlega fjórum mínútum og vann með þriggja marka mun, 28:25, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15.


ÍR-ingar voru með yfirhöndina, allt upp í fimm mörk, 14:9, þegar 22 mínútur voru liðnar af leiknum. Gróttumenn náðu að jafna metin og komast yfir fyrir lok hálfleiksins. Í síðari hálfleik var nánast stál í stál. Eins og fyrir hefur komið hjá ÍR í fleiri leikjum í vetur þá hafa síðustu mínúturnar reynst liðinu þungar.

Björgvin Þór Hólmgeirsson reyndist FH-ingum erfiður. Hér freistar Daníel Matthíasson þess að stöðva Björgvin. Mynd/J.L.Long

Áttu hvort sinn hálfleikinn

FH-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik í TM-höllinni í kvöld í fremur slökum fyrri hálfleik, ekki síst hjá Stjörnunni. Leikur liðanna var hægur og talsvert var um mistök.


Í síðari hálfleik lifnaði yfir mönnum, ekki síst Stjörnunni. Sóknarleikur liðsins var hraðari. Jafnt var á flestum tölum fram eftir öllu en leikmenn Stjörnunnar voru frekar með frumkvæðið og hefði með meiri nákvæmni getað hirt stigin tvö. Jafntefli eflaust sanngjörn niðurstaða.


Phil Döhler lék ekki með FH í kvöld vegna meiðsla í ökkla. Axel Hreinn Hilmisson stóð vaktina í marki FH og gerði það vel, ekki síst í fyrri hálfleik. Ásbjörn Friðriksson tók aðeins vítaköst en lék ekkert með í sókninni.


Jafntefli verður ekki í boði þegar liðin mætast á ný í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í Kaplakrika.

Staðan í Olísdeild karla.


ÍR – Grótta 25:28 (15:16).
Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 8, Viktor Sigurðsson 6, Arnar Freyr Guðmundsson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Róbert Snær Örvarsson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 11.
Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 6, Jakob Ingi Stefánsson 6, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Birgir Steinn Jónsson 3, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Jóel Bernburg 1, Hannes Grimm 1, Theis Koch Søndergard 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 13.


Stjarnan – FH 29:29 (10:13).
Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 8, Starri Friðriksson 6/3, Tandri Már Konráðsson 6, Björgvin Þór Hólmgeirsson 5, Arnar Freyr Ársælsson 2, Brynjar Hólm Grétarsson 2.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 8, 29,6% – Adam Thorstensen 5, 38,5% – Sigurður Dan Óskarsson 0.
Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 7, Ásbjörn Friðriksson 7/7, Einar Bragi Aðalsteinsson 6, Einar Örn Sindrason 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Atli Steinn Arnarson 1.
Varin skot: Axel Hreinn Hilmisso 11, 28,2% – Kristján Rafn Oddsson 0.

Einar Örn Sindrason, FH, og Hrannar Bragi Eyjólfsson, Stjörnunni. Mynd/J.L.Long


Staðan í Olísdeild karla.

Tölfræði úr leikjum kvöldsins er að finna hjá HBStatz.


Næsti leikur í Olísdeild karla verður 31. janúar. Þá mætast Grótta og Valur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -