- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus Daði átti hluti í 23 mörkum af 34

Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason fór með himinskautum með norsku meisturunum Kolstad þegar liðið vann meistara síðasta árs, 34:30, í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar að viðstöddum 1.823 áhorfendum í Kolstad Arena í Þrándheimi í kvöld. Janus Daði skoraði 11 mörk í 13 skotum og átti 12 stoðsendingar og er óhætt að segja að Selfyssingurinn hafi verið allt í öllu í sóknarleiknum.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad, þar af eitt úr vítakasti.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrisvar sinnum fyrir Elverum sem fær Kolstad í heimsókn á sunnudaginn í aðra viðureign liðanna.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að vera sluttspillmester, eða úrslitakeppnismeistari. Ólíkt flestum löndum þar sem úrslitakeppni er á dagskrá þá verður sigurliðið í úrslitakeppninni ekki landsmeistari heldur liðið sem vinnur deildina.

Úrslitakeppnismeistarinn fær sæti í Evrópudeildinni eða undankeppni hennar á næstu leiktíð og peningaverðlaun.

Kolstad var marki yfir í hálfleik, 16:15, en tók öll völd í leiknum í síðari hálfleik og náði sex til sjö marka forskoti hvað eftir annað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -