- Auglýsing -
Janus Daði Smárason og samherjar í ungverska bikarmeistaraliði síðustu leiktíðar, Pick Szeged, hófu keppni í ungversku úrvalsdeildinni í dag með stórsigri á HE-DO B Braun Gyöngyös á heimavelli, 42:26. Pick Szeged hafði níu marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 23:14.
Janus Daði lék með Pick Szeged í rúmar 29 mínútur en skoraði ekki mark. Mario Sostarica fór hamförum, skoraði 11 mörk í jafn mörgum tilraunum. Sebastian Frimmel var næstur með fimm mörk. Svíinn Jim Gottfridsson fór rólega af stað. Hann skoraði eitt mark. Gottfridsson kom til Pick Szeged í sumar eftir 12 ára veru hjá Flensburg.
- Auglýsing -