- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus og Ómar í stórum hlutverkum í stórsigri

Janus Daði Smárason er í liði 19. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg fóru illa með liðsmenn Rhein-Neckar Löwen í viðureign liðanna en hún var ein af fimm í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Á heimavelli vann SC Magdeburg með 14 marka mun, 38:24, við mikla kátínu þúsunda stuðningsmanna sem fjölmenntu á leikinn að vanda. Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon voru að vanda allt í öllu hjá Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson hélt sig að mestu til hlés.


Janus Daði var næst markahæstur hjá Magdeburg með sjö mörk auk þriggja stoðsendinga. Einnig kom hann við sögu í vörninni og var einu sinni vikið af leikvelli. Svíinn Felix Claar var markahæstur með 11 mörk. Ómar Ingi skoraði fimm mörk, þrjú þeirra úr vítaköstum. Hann var óspar á stoðsendingar eins og fyrri daginn. Fimm stoðsendingar Ómars skiluðu marki.

Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason skoruðu eitt mark hvor fyrir Rhein-Neckar Löwen.

SC Magdeburg er með 28 stig eins og Füchse Berlin sem lagði Lemgo, 32:29.

Töpuðu stigum í toppbaráttunni

Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg töpuðu í heimsókn til Göppingen, 32:31. Teitur Örn skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Auk þess lék hann með liðinu í vörninni. Emil Jakobsen skoraði 11 mörk og var atkvæðamestur hjá Flensburg. Sebastian Heymann skoraði sex mörk fyrir Göppingen eins og Erik Persson.

Flensburg situr í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Magdeburg og Füchse Berlin.

Eitt er hvert eitt

Botnlið Balingen-Weilstetten önglaði í annað stigið gegn HSV Hamburg, 28:28, í Sporthalle Hamburg í Hamborg. Oddur Gretarsson skoraði þrjú mörk úr vítaköstum fyrir Balingen, þar á meðal jöfnunarmarkið þegar leiktíminn var úti. Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark að þessu sinni.

Melsungen er fallið niður í fimmta sæti deildarinnar en liðið saknar mjög Elvars Arnar Jónssonar sem er meiddur. Hann var öxull liðsins þegar því gekk sem best í haust og í byrjun vetrar. Melsungen tapaði fyrir Wetzlar, 28:27, á útivelli í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson var mest í vörn Melsungen í kvöld og skoraði ekki mark.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -