- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus og Sigvaldi í Meistaradeildina – Kadetten var hafnað

Janus Daði Smárason leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í norska meistaraliðinu Kolstad verða með í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á næsta keppnistímabili. Kolstad var eitt sex liða sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, veitti boðskort í deildina á fundi sínum um helgina. Tíu lið sóttust eftir sex boðskorum.

Meðal þeirra liða sem var synjað um boðskort er svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen sem Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með.

Auk Kolstad verða Íslendingaliðið Magdeburg, Veszprém og Kielce með í Meistaradeildinni á næsta vetri.

Liðin sem sem fengu boðskort í deildina eru: HC Zagreb, Aalborg Håndbold, Montpellier, Pick Szeged, Wisla Plock auk Kolstad.

Tíu lið með landskvóta

Liðin tíu sem taka sæti í gegnum landskvóta: GOG, Barcelona, Paris Saint-Germain, SC Magdeburg, THW Kiel, Telekom Veszprém, HC Eurofarm Pelister, Barlinek Industria Kielce, FC Porto, RK Celje Pivovarna Lasko.

Þessum liðum var synjað um boðskort: Sporting CP, CS Dinamo Búkarest, Kadetten Schaffhausen og IFK Kristianstad. Liðin fá öll sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og framhjá undankeppninni.

Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeild þriðjudaginn 27. júní.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -