- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus, Teitur, Ómar Ingi og Óðinn eru leikklárir – Teitur verður með

Íslenska landsliðið mætir Bosníu klukkan 19.30 í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Ómar Ingi Magnússon hafa jafnað sig nægilega vel af veikindum sem hafa hrjáð þá síðustu daga til þess að geta leikið með íslenska landsliðinu í dag gegn austurríska landsliðinu í síðasta leiknum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Lanxess Arena. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er ennþá veikur og verður ekki með. Þess utan er Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddur og Ýmir Örn Gíslason tekur út leikbann.

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg sem kom til móts við landsliðið í Köln í gær er í leikmannahópnum í dag. Þar með verður Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari með 16 leikmenn til reiðu þegar leikurinn við Austurríki hefst klukkan 14.30.

Janus Daði og Ómar Ingi voru ekki með í síðasta leik íslenska landsliðsins, gegn Króötum, á mánudaginn.

Íslenska landsliðið þarf á fimm marka sigri að halda í dag til þess að skjóta austurríska liðinu ref fyrir rass í kapphlaupinu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna.

Íslenska landsliðið í dag.

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val (266/22).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (57/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (93/98).
Aron Pálmarsson, FH (176/667).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (113/393).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (7/0).
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (45/95).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (74/171).
Haukur Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (30/39).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (79/128).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (36/104)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (81/279).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (71/199).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (14/11).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (35/36).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (52/146).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -