- Auglýsing -
Japanski handknattleiksmaðurinn Satoru Goto hefur kvatt Gróttu og heldur í dag til Japans eftir að hafa verið í herbúðum Gróttu síðustu 10 mánuði. Eftir því sem næst verður komist er ekki búist við að Goto mæti til leiks hér á landi í haust.
Goto, sem er örvhentur og lék að mestu í hægra horni, tók þátt í 20 af 22 leikjum Gróttu í deildinni og skorað 43 mörk. Hann æfði með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi veturinn 2019/2020. Goto verður nú liðsmaður Wakunaga Pharmaceutical á nýjan leik.
- Auglýsing -