Jason hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV sem gildir til næstu þriggja ára. Jason hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og hefur hægt og rólega unnið sér inn stærra hlutverk í liði liðsins.
Á nýliðnu tímabili lék Jason 22 leiki með meistaraflokki félagsins og skoraði í þeim 7 mörk.
Jason hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Seinasta verkefni var Sparkassen-mótið sem var í Þýskalandi milli jóla og nýárs með 19 ára landsliðinu. Jason er í 19 ára landsliðinu sem tekur þátt í HM í Egyptalandi í ágúst.
Þjálfaraskipti verða hjá ÍBV í sumar. Erlingur Birgir Richardsson sem stýrði ÍBV til sigurs á Íslandsmótinu 2023 og til silfurverðlauna árið áður, tekur við þjálfun á ný af Magnúsi Stefánssyni sem færir sig yfir í þjálfun kvennaliðs ÍBV.