- Auglýsing -
Jóel Bernburg, tvítugur línumaður Vals, hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Handknattleiksdeild Gróttu. Hann er uppalinn í KR en skipti ungur að árum yfir í Val þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.
Jóel skoraði 43 mörk í þeim 15 leikjum sem hann lék með ungmennaliði Vals í Grill 66-deildinni á síðasta leiktímabili og var í hóp í þremur leikjum með Val í Olísdeildinni.
„Það er mikil gleðitíðindi að Jóel leiki með Gróttu á næstu leiktíð. Hann er góður línumaður og öflugur varnarmaður sem mun án efa hjálpa liðinu mikið í Olísdeildinni þegar hún fer af stað í september,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu.
- Auglýsing -