- Auglýsing -
Jóhann Birgir Ingvarsson hefur tekið fram handboltaskóna eftir nokkurt hlé og leikur með HK í Olísdeild karla og í Poweradebikarnum í vetur. HK segir frá komu Jóhanns Birgis í dag. Hann hefur áður leikið með HK og einnig með FH og þá m.a. undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar núverandi þjálfara HK.
Eftir því sem næst verður komist hefur Jóhann Birgir verið í fríi frá handboltaleik í efstu deild í tvö ár. Hann var síðast með FH leiktíðina 2022/2023.
Karlar – helstu félagaskipti 2025
- Auglýsing -