Jóhann Ingi Guðmundsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari meistaraflokks karla hjá Val frá og með næsta keppnistímabili. Jóhann Ingi mun einnig sjá um þjálfun markmanna hjá U-liði og 3.flokki karla og um leið koma að þjálfun yngstu markmanna deildarinnar.
Jóhanna Ingi er reynslumikill markvarðaþjálfari og hefur verið markmannsþjálfari hjá Stjörnunni, ÍR, Haukum og núna síðast hjá meistaraflokki karla Aftureldingar. Eins hefur hann verið með fjölmörgum yngri landsliðum sl. árin. Jóhann Ingi var markvörður félagsliða í efstu deild þegar hann var yngri.
„Það er því mikill hvalreki fyrir félagið að fá jafn reyndan og öflugan mann inn í þjálfarateymi félagsins. Eins og flestir vita er markvarsla gríðarlega stór þáttur í handbolta og með þessari ráðningu ætlar félagið að auka vinnu og fagmennsku í þjálfun markvarða félagsins,” segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar Vals.
Ágúst Þór Jóhannsson tekur við þjálfun karlaliðs Vals í sumar af Óskari Bjarna Óskarssyni.