- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jóhanna Margrét best á vellinum í Eskilstuna

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Kristianstad. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði níu mörk og var valin besti leikmaður viðureignarinnar þegar lið hennar Kristianstad HK vann Eskilstuna Guif IF, 36:25, í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í kvöld. Um var að ræða fyrri viðureign liðanna en þau mætast á ný í Kristianstad HK eftir viku en samanlögð úrslit leikjanna tveggja skera úr um hvort liðið tekur sæti í átta liða úrslitum. Kristianstad HK stendur vel að vígi.

Jóhanna Margrét gekk til liðs við Kristianstad HK í sumar og hefur farið vel af stað með liðinu sem leikið hefur nokkrar viðureignir í bikarkeppninni fyrir þá sem fram fór í Eskilstuna í kvöld.

Berta Rut Harðardóttir skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad HK en hún er að hefja sitt annað tímabil með liðinu.

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk og lék félaga sína uppi hvað eftir annað þegar Skara HF vann Önnereds á heimavelli í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Liðin leiða saman kappa á sína á nýjan leik í Gautaborg eftir viku.

Arnar og Tryggvi í sigurliðum

Í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í karlaflokki vann Amo, lið Arnars Birkis Hálfdánssonar liðsmenn HK Drott í Halmstad, 30:28, og standa vel að vígi fyrir heimaleikinn.
Arnar Birkir skoraði tvisvar.

Tryggvi Þórisson og félagar í IK Sävehof unnu Malmö í Malmö, 36:34. Tryggvi skoraði ekki að þessu sinni.

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði ekki mark fyrir IFK Kristianstad í eins marks tapi liðsins fyrir Önnereds í Gautaborg í kvöld, 29:28.

Síðari leikir 16-liða úrslita í karlaflokki fara fram á laugardaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -