Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, var valin leikmaður 2. umferðar Olísdeildar kvenna af sérfræðingum Handboltahallarinnar þegar umferðin var gerð upp í vikulegum þætti í opinni dagskrá í gærkvöld í sjónvarpi Símans.
Jóhanna Margrét skoraði helming marka Hauka í þriggja marka sigri, 24:21, á Íslandsmeisturunum í N1-höllinni á laugardaginn. Mörkin 12 skoraði Jóhanna Margrét í 16 skotum og var auk þess sem fimm sköpuð færi.
Einnig var valið úrvalslið 2. umferð. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum og þjálfara:
Hægra horn: Vigdís Arna Hjartardóttir, Stjörnunni.
Hægri skytta: Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (2).*
Miðjumaður: Sara Dögg Hjaltadótir, ÍR (2).*
Vinstri skytta: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Haukum.
Vinsta horn: Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram.
Línumaður: Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR.
Markvörður: Sara Sif Helgadóttir, Haukum.
Varnarmaður: Lovísa Thompson, Val.
Þjálfari umferðarinnar: Jónatan Þór Magnússon, KA/Þór.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar).
Olís kvenna: Samantekt frá annarri umferð
