- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Jóhannes Berg Andrason var í dag valinn íþróttamaður FH í hófi sem félagið hélt. Jóhannes Berg var algjör lykilleikmaður í liði FH sem varð deildarmeistari annað árið í röð. Jóhannes var frábær á keppnistímabilinu, bæði í vörn sem sókn en hann var markahæsti leikmaður liðsins.
Frábær frammistaða Jóhannesar með FH gerði að verkum að hann fékk samning við danska atvinnumannaliðið Holstebro í sumar. Hjá félaginu hefur Jóhannes Berg staðið sig virkilega vel á sínum fyrstu mánuðum með danska liðinu og m.a. verið valinn í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni sem hvorki er algengt þegar Íslendingar eiga í hlut né maður á fyrsta tímabili í deildinni.
- Auglýsing -



