Jón Halldórsson formaður HSÍ og Ásgeir Jónsson varaformaður HSÍ sitja ársþing Handknattleikssambands Evrópu, EHF, sem fram fer í Andau í Austurríki á föstudag og laugardag.

EHF heldur þing af þessu tagi fjórða hvert ár. Þá er m.a. kosinn forseti og stjórn EHF til næstu fjögurra ára. Einnig er kosið í allar fastanefndir.
Michael Wiederer forseti EHF frá 2016 gefur kost á sér til endurkjörs. Ekkert mótframboð barst. Heldur barst ekki mótframboð í embætti varaforseta. Predrag Boskovic og Finances Henrik La Cour sitja þar áfram næstu fjögur ár.
Alls gefa 120 manns kost á sér til setu í stjórn og nefndum sambandsins frá 35 þjóðum. Í flestum tilfellum er sjálfkjörið. Enginn Íslendingur er í framboði.
Helga er sú eina
Helga Magnúsdóttir er eini Íslendingurinn sem setið hefur í framkvæmdastjórn EHF. Hún átti sæti frá 2012 til 2016, auk þess að vera um 12 ára skeið formaður mótanefndar kvenna. Helga var fyrsta konan sem kjörin var í framkvæmdastjórn EHF.