- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jónatan Þór tekur slaginn með KA/Þór næstu þrjú ár

Jónatan Þór Magnússon t.v. handsalar samning við Stefán Guðnason formann meistaraflokksráðs KA/Þórs. Mynd/KA
- Auglýsing -

Jónatan Þór Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KA/Þór til næstu þriggja ára. Hann tekur við í sumar af Örnu Valgerði Erlingsdóttur sem hyggur á þjálfaranám og ætlar að taka sér hlé frá þjálfun meðan á náminu stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá meistaraflokksráði KA/Þórs í dag.

Ekkert hik er á Jónatani Þór því samningur hans gildir hvort heldur sem KA/Þór leikur áfram í Olísdeildinni eða tekur sæti í Grill 66-deildinni á næsta keppnistímabili. Sem stendur er KA/Þór í neðsta sæti Olísdeildar þegar tvær umferðir eru eftir.


Jónatan Þór er þrautreyndur þjálfari. Hann stýrði kvennaliði KA/Þórs um árabil og síðar karlalið KA allt til í loka síðustu leiktíðar. Undir stjórn Jónatans Þórs steig KA/Þórsliðið skrefið upp í Olísdeildina vorið 2018 og komst í undanúrslit bikarkeppninnar sama ár.

Samhliða þjálfun KA/Þórs ætlar Jónatan að þjálfara 3. flokk kvenna.

„Þetta eru frábærar fréttir. Jónatan er einn besti þjálfari landsins og það er mjög gott fyrir KA/Þór að fá slíkan þjálfara í brúnna. Nú hefst mikið uppbyggingarferli og gæti ég ekki hugsað mér betri mann í þetta verkefni en Jónatan,“ er haft eftir kampakátum Stefáni Guðnasyni formanni meistaraflokksráðs KA/Þór í í tilkynningu.

Arna steig inn í krefjandi aðstæður

„Arna Erlingsdóttir bjargaði okkur algjörlega síðasta sumar þegar hún steig inn í mjög krefjandi aðstæður hjá okkur. Lykilmenn voru dottnir út eða farnir. Það þurfti mikið hugrekki hjá henni að taka við liðinu í því ástandi sem það var. Hún var hins vegar heiðarleg við okkur frá byrjun að hún stefndi á frekara nám í þjálfarafræðunum á næsta ári og ætlaði að kúpla sig út úr þjálfun það sama ár, enda kom þetta tækifæri mun fyrr upp fyrir hana en hún stefndi á. Það gaf okkur svigrúm og góðan tíma til að finna nýjan þjálfara og þegar ljóst var að Jonni væri áhugasamur um verkefnið sem bíður hans var þetta aldrei spurning,“ segir Stefán orðrétt ennfremur í áðurnefndri tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -