- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA er Íslandsmeistari í 4. flokki karla, eldra ár

Íslandsmeistarar KA í 4. flokki, eldra ár, efri röð f.v.: Dagur Árni Heimisson, Úlfar Guðbjargarson, Arnar Elí Guðlaugsson, Leó Friðriksson, Hugi Elmarsson, Magnús Dagur Jónatansson, Benjamín Þorri Bergsson, Kári Brynjólfsson, Stefán Árnason, þjálfari. Fremri röð f.v.: Aron Daði Stefánsson, Þormar Sigurðsson, Óskar Þórarinsson, Jens Bragi Bergþórsson, Heiðmar Björgvinsson, Guðmundur Hlífar Jóhannesson. Mynd/HSÍ

KA er Íslandsmeistari í handknattleik karla í 4. flokki, eldra ár. KA vann Aftureldingu, 24:21, í úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.


Norðanpiltar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi enda. Mosfellingar náðu gagnsókn undir lokin eftir að hafa verið sex mörkum undir um skeið, 22:16. Gagnsóknin dugði ekki til.
KA er þar með Íslands- og bikarmeistari í þessum aldursflokki. Aftureldingarliðið er með tvenn silfurverðlaun eftir tap fyrir KA í háspennuleik í bikarkeppninni í mars.

Hugi Elmarsson úr KA, besti leikmaður úrslitaleiksins í 4. flokki, eldra ár. Mynd/HSÍ


Vinstri hornamaður KA, Hugi Elmarsson, var valinn maður úrslitaleiksins. Hann skoraði sjö mörk og nýtt öll færi sín til þess að skora að einu undanskildu.


Mörk KA: Hugi Elmarsson 7, Magnús Dagur Jónatansson 5, Jens Bragi Bergþórsson 4, Heiðmar Björgvinsson 3, Dagur Árni Heimisson 3, Kári Brynjólfsson 1, Aron Daði Stefánsson 1.

Mörk Aftureldingar: Aron Valur Gunnlaugsson 8, Harri Halldórsson 5, Vilhjálmur Karl Sigmarsson 3, Daníel Bæring Grétarsson 2, Brynjar Búi Davíðsson 2, Stefán Hjartarson 1.


Íslandsmeistarar KA eru: Óskar Þórarinsson, Úlfar Guðbjargarson, Heiðmar Björgvinsson, Benjamín Þorri Bergsson, Leó Friðriksson, Jens Bragi Bergþórsson, Hugi Elmarsson, Arnar Elí Guðlaugsson, Guðmundur Hlífar Jóhannesson, Dagur Árni Heimisson, Kári Brynjólfsson, Aron Daði Stefánsson, Magnús Dagur Jónatansson, Þormar Sigurðsson.
Þjálfari þeirra er Stefán Árnason.

Silfurliði Aftureldingar á Íslandsmóti 4. flokks karla. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -