KA lyfti sér upp úr neðsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með því að leggja HK, 35:34, í hörkuleik í KA-heimilinu. Í staðinn húrraði HK-liðið niður í neðsta sætið þegar sjö umferðum er svo gott sem lokið. Á sama tíma vann ÍR liðsmenn Fram, einnig 35:34, í Skógarseli og komst þar með upp í 9. sæti með fjögur stig. Fram tókst þar með ekki að jafna FH að stigum í öðru sæti.
Dagur Árni Heimisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson fóru á kostum hjá KA gegn HK. Dagur Árni skoraði 12 mörk í 13 skotum, ekkert úr vítaköstum. Bjarni Ófeigur skoraði 11 og náði þar með öðrum mjög góðum leik í röð. Hann var einnig afar öflugur gegn Fram fyrir viku og ljóst að Bjarni Ófeigur er að ná sér vel eftir hásinarslitið snemma árs.
HK-ingar gerðu harða atlögu að KA undir lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Aron Dagur Pálsson sem fékk leikheimild í dag lék sinn fyrsta leik fyrir HK-liðið.
Eftir jafnan leik í 45 mínútur í Skógarseli tókst ÍR-ingum að ná frumkvæðinu á síðustu 10 mínútunum. Þrátt fyrir harða atlögu leikmanna Fram á allra síðustu mínútum lánaðist þeim ekki að hirða annað stigið.
Arnór Freyr Stefánsson varði afar vel í marki ÍR. Reynsla hans hafði sitt að segja fyrir liðið.
Úrslit kvöldsins
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
ÍR – Fram 35:34 (19:19).
Mörk ÍR: Róbert Snær Örvarsson 10, Sveinn Brynjar Agnarsson 5, Hrannar Ingi Jóhannsson 5, Bernard Kristján Darkoh 4, Andri Freyr Ármannsson 3, Viktor Freyr Viðarsson 3, Eyþór Ari Waage 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Jökull Blöndal Björnsson 1, Baldur Fritz Bjarnason 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 14, 46,7% – Ólafur Rafn Gíslason 7, 30,4%.
Mörk Fram: Rúnar Kárason 8, Eiður Rafn Valsson 6, Reynir Þór Stefánsson 6, Ívar Logi Styrmisson 5, Dagur Fannar Möller 3, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Max Emil Stenlund 1, Marel Baldvinsson 1, Erlendur Guðmundsson 1, Magnús Öder Einarsson 1:
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 11/1, 26,2% – Garpur Druzin Gylfason 0.
Tölfræði HBStatz.
KA – HK 35:34 (15:13)
Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 12, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 11/2, Kamil Pedryc 4, Logi Gautason 3, Patrekur Stefánsson 3, Ott Varik 2.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 13, 35% – Bruno Bernat 0.
Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 9, Andri Þór Helgason 8/4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Kári Tómas Hauksson 3, Aron Dagur Pálsson 3, Ágúst Guðmundsson 3, Leó Snær Pétursson 3, Haukur Ingi Hauksson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 7, 21,2% – Róbert Örn Karlsson 1, 10%.
Tölfræði HBStatz.
Afturelding – ÍBV 38:27 (19:9).
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 7/1, Ihor Kopyshynskyi 6, Birgir Steinn Jónsson 5, Hallur Arason 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4/1, Ævar Smári Gunnarsson 4, Harri Halldórsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Daníel Bæring Grétarsson 1, Haukur Guðmundsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12/2, 38,7% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 12,5%.
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 4, Marino Gabrieri 4, Gauti Gunnarsson 4, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3/1, Andrés Marel Sigurðsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2/1, Daniel Esteves Vieira 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Petar Jokanovic 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 8/4, 21,1% – Pavel Miskevich 0.
Tölfræði HBStatz.
Staðan og næstu leikur í Olísdeildum.