- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA í 8-liða úrslit eftir baráttusigur á Torfnesi

KA er komið í átta liða úrslitum Poweradebikarsins. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


KA-menn eru komnir í átta liða úrslit Poweradebikars karla í handknattleik eftir baráttusigur á Herði, 30:27, í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í kvöld. Það blés ekki byrlega fyrir Akureyrarliðinu lengi vel. Það var tveimur mörkum undir í hálfleik, 18:16, og áfram fram eftir síðari hálfleik.


KA komst fyrst yfir, 22:21, þegar rúmar 13 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik gegn þrautseigum Ísfirðingum sem lögðu sig alla fram. KA komst fjórum mörkum yfir, 25:21. Harðarmenn lögðu ekki árar í bát fremur en manna er siður vestra. Þeir jöfnuðu metin, 27:27, þegar þrjár mínútur voru eftir. Þá sögðu KA-menn; hingað og ekki lengra. Magnús Dagur Jónatansson, Einar Birgir Stefánsson og Dagur Árni Heimisson skoruðu þrjú síðustu mörkin.

KA-menn fara þar með glaðir heim eftir heimsókn til Ísafjarðar. Þeir komust þangað í gær eftir níu tíma ferðalag og leggja nú senn af stað til baka með von um að verða í höfuðstað Norðurlands undir morgun reynslunni ríkari.

Haukar, Stjarnan og ÍR komust einnig áfram í 8-liða úrslit Poweradebikarsins í dag.

Mörk Harðar: Endijs Kusners 7, Daníel Wale Adeleye 5, Jhonatan C. Santos 4, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Admilson Furtado 3, Kenya Kasahara 2, Tugberk Catkin 1, Dejan Karan 1, Jonas Maier 1.
Varin skot: Jonas Maier 16.
Mörk KA: Einar Birgir Stefánsson 6, Patrekur Stefánsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Logi Gautason 2, Einar Rafn Eiðsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Daði Jónsson 2, Marcus Rattel 2, Kamil Pedryc 1, Ott Varik 1.
Varin skot: Bruno Bernat 10, Nicolai Horntvedt Kristensen 3.

Poweradebikar karla – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -