Eftir þrjá tapleiki í röð komst KA inn á sigurbraut á nýjan leik í kvöld þegar liðið sótti heim og lagði Víking, 27:24, í upphafsleik 8. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Leikið var í Safamýri, heimavelli Víkings sem nú hefur tapað tveimur leikjum í röð. KA var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11.
Framan af fyrri hálfleik var viðureignin í járnum. Þegar á leið hálfleikinn komst KA tveimur til þremur mörkum yfir. Í síðari hálfleik þá héldu KA-menn Víkingum í hæfilegri fjarlægð frá sér sér.
Með sigrinum færðist KA upp í sjötta sæti deildarinnar með átta stiga. Víkingar sitja í sjötta sæti.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildunum.
Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 7/3, Halldór Ingi Óskarsson 5, Stefán Scheving Guðmundsson 5, Gunnar Valdimar Johnsen 3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 6, 22,2% – Bjarki Garðarsson 2, 25%.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 6/5, Ott Varik 5, Jóhann Geir Sævarsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Dagur Árni Heimisson 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Ólafur Gústafsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 6/1, 31,6% – Bruno Bernat 3, 21,4.