- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA mætir Gróttu í úrslitaleik Ragnarsmótsins

Einar Rafn Eiðsson og félagar í KA leika til úrslita á Ragnarsmótinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA og Grótta leika til úrslita á Ragnarsmóti karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi klukkan 16 á morgun. KA vann ÍBV í fyrri leik kvöldsins á mótinu, 34:30. ÍBV, sem lék tvo leiki lagði Selfoss í fremur ójöfnum leik í síðari viðureigninni í Sethöllinni, 36:28.


ÍBV mætir ÍR í viðureign um þriðja sætið meðan heimamenn í Selfossi verða bíta í það súra epli að leika um fimmta sæti við Víkinga klukkan 12. Allir úrslitaleikirnir verða í beinni útsendingu á Selfoss TV þar sem Árni Þór Grétarsson og hans menn standa ótrauðir vaktina eins og aðra leikdaga Ragnarsmótsins.

ÍBV varð að leika tvo leiki á mótinu í kvöld vegna þess að viðureign liðsins við Selfoss sem átti að fara fram á mánudaginn var frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV dreifði þar með álaginu talsvert enda ekki nema sólarhringur frá því að flestir leikmanna liðsins léku við FH í Kaplakrika.

Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss var einnig óspar á að nýta efniviðinn í leiknum við ÍBV í kvöld. Selfoss liðið lenti fljótlega undir, 13:8, eftir 15 mínútur og tókst aldrei að jafna metin eftir þessar upphafs mínútur.

Upplýsingar um markaskorara og varin skot í leikjum kvöld eru frá HBStatz. Því miður vantar nokkur nöfn inn í kerfið og nýir leikmenn liðanna skráðir undir öðrum nöfnum. Þar af leiðandi geta upplýsingar hér fyrir neðan verið rangar í einhverjum tilfellum.

KA – ÍBV 34:30.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 8, Einar Birgir Stefánsson 4, Jóhann Bjarki Hauksson 4, Arnór Ísak Haddsson 3, Dagur Árni Heimisson 3, Kristján Gunnþórsson 3, Magnús Dagur Jónatansson 2, Ott Varik 2, Patrekur Stefánsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Logi Gautason 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 10, Óskar Þórarinsson 5.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Elmar Erlingsson 5, Gauti Gunnarsson 5, Dagur Arnarsson 3, Elís Þór Aðalsteinsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Jason Stefánsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Adam Smári Sigfússon 1, Andri Erlingsson 1, Andri Snær Andersen 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 6, Jóhannes Esra Ingólfsson 1.

Selfoss – ÍBV 28:36
Mörk Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Hans Jörgen Ólafsson 4, Sæþór Atlason 4, Vilhelm Freyr Steindórsson 4, Alvaro Mallols Fernandez 3, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Hannes Höskuldsson 2, Jason Dagur Þórisson 1, Anton Breki Hjaltason 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 4, Jón Þórarinn Þorsteinsson 3.
Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 8, Dánjal Ragnarsson 6, Sveinn José Rivera 5, Andri Erlingsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Breki Þór Óðinsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Ísak Rafnsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 8, Pavel Miskevich 6.

Staðan og næstu leikir á Ragnarsmótinu.

Tengdar fréttir:

Olísdeild karla.

Leikjadagskrá Olísdeildanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -