- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór er úr leik í Evrópu

Hildur Lilja Jónsdóttir í leik með KA/Þór í vetur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA/Þór er úr leik í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir 11 marka tap í síðari leiknum við HC Gjorce Petrov frá Skopje í Norður Makedóníu í KA-heimilinu í kvöld, 34:23. Úrslitin réðust strax í fyrri hálfleik. Að honum loknum voru gestirnir í KA-heimilinu með átta marka forskot, 16:8.


Fyrri leiknum í gær lauk með jafntefli, 20:20. Samanlögð úrslit voru þar með 54:43, HC Gjorce Petrov í vil.


Munurinn á liðunum kom fljótlega í ljós í kvöld. KA/Þórsliðið skorti meira reynslu og styrk til þess að standast atvinnumannaliði frá Skopje snúning. Ekki bætti heldur úr skák að tveir leikmenn KA/Þórs meiddust í leiknum í gær og gátu ekki tekið þátt í leiknum í kvöld, þær Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir.


Ungt lið KA/Þórs gerði það sem það gat. Reynslan mun fyrst og síðast vera kærkomin í reynslubankann góða.


Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 7, Hildur Lilja Jónsdóttir 6, Aþena Sif Einvarðsdóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Júlía Sóley Björnsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 14, 30%.


Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -