Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs í handknattleik kvenna höfnuðu í þriðja sæti í kjöri á liði ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, SÍ. Greint var frá úrslitum kjörsins í kvöld.
Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum var kjörið lið ársins en liðið varð Evrópumeistari í hópfimleikum í vetur í fyrsta sinn í níu ár. Karlalið Víkings hafnaði í öðru sæti og fékk helmingi færri stig en kvennalandsliðið í hópfimleikum. KA/Þór var skammt á eftir Víkingum.
Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik karla höfnuðu í sjötta sæti í kjörinu.
SÍ hefur staðið fyrir valinu á liði ársins frá 2012 og hefur handknattleikslið aldrei orðið hlutskarpast.
Lið ársins – stigin: 1.Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 125 . 2.Karlalið Víkings í fótbolta 63 . 3. Kvennalið KA/Þórs í handbolta 56 . 4. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta 8 . 5. Karlalið Þórs Þorlákshafnar í körfubolta 5 . 6. Karlalið Vals í handbolta 3 .
Hver og einn félagi í SÍ raðar þremur liðum á blað frá 1-3. Efsta sætið gefur 5 stig, 2. sætið 3 stig og 3. sætið 1 stig. Fjögur lið fengu atkvæði í efsta sæti.